Skip to content

Um Okkur

Valdefling, Óttaleysi, Sköpunargáfu, Félagsvitund, Sjálfbærni

Lilja Björk Jewellery er stofnað af Lilju Björk Guðmundsdóttur og er sjálfstætt skartgripafyrirtæki með aðsetur í Reykjavík. Lilja Björk flutti til Kaupmannahafnar árið 2018 til að læra skartgripahönnun, tækni og viðskiptafræði við KEA.
Árið 2022 flutti Lilja heim til Íslands til að klára fæðingarorlofið sitt með dóttur sinni. Á þeim tíma hjálpaði hún einnig með að 3D teikna Bleiku slaufuna sem kom út október 2023. ByLovísa og EIR hönnuðu slaufuna það árið. Á þessum tíma var Lilja á krossgötum eftir að hafa orðið einstæð móðir, árið 2023 ákvað hún að fylgja draumunum sínum og opna sitt eigið fyrirtæki þegar dóttir hennar byrjaði í leikskóla. Í dag eru allir skartgripirnir handsmíðaðir og framleiddir í bílskúrnum hennar.
Markmið fyrirtækisins er að einbeita sér að staðbundinni framleiðslu og handverki, þar sem að fylgja nýjustu straumum er mikilvægt auk þess að bæta keim af norrænni/íslenskri náttúru inn í hönnunina.
Allir skartgripirnir eru handgerðir af Lilju Björk á verkstæði hennar í Reykjavík. Sjálfbærni er stór hluti af gildum LBJ og við viljum ekki offramleiða eða ofneyta. Við notum endurunnið silfur, umbúðirnar okkar eru endurunnar og hluti skartgripanna er framleiddur eftir pöntun.
Lestu okkar "Brand Book" síðan 2022 til að fá meiri innsýn í vörumerkið:

Heimanámskeið

Hægt er að halda námskeið í heimahúsi fyrir hóp þar sem Lilja kemur með námskeiðið til ykkar og sýnir hvernig hægt er að móta hring eða men með vaxmótun. Verð er 30.000kr fyrir einstakling, eða 35.000kr með 18 karat gullhúðun. Fyrir fleiri upplýsingar hafa samband við info@lbj.is eða í síma 6937344 á virkum dögum.

Einnig er hægt að fá heimasett, þar sem allur búnaður er sóttur og myndbandskennnsla fylgir með. Með þessu er hægt að taka sinn tíma og gera eins margar tilraunir að vild yfir nokkra daga. Hentar vel ef þú ert útá landi líka, þá er sent með Dropp. Athuga að það þarf viku fyrirvara ef þú ert útá landi að panta og ef þú vilt fá kittið fyrir ákveðna dagsetningu. Fyrir fleiri upplýsingar hafa samband í tölvupósti info@lbj.is.

Contact