Um LBJ
Valdefling, Óttaleysi, Sköpunargáfu, Félagsvitund, Sjálfbærni
Lilja Björk Jewellery er stofnað af Lilju Björk Guðmundsdóttur og er sjálfstætt skartgripafyrirtæki með aðsetur í Reykjavík. Lilja Björk flutti til Kaupmannahafnar árið 2018 til að læra skartgripahönnun, tækni og viðskiptafræði við KEA.
Árið 2022 flutti Lilja heim til Íslands til að klára fæðingarorlofið sitt með dóttur sinni. Á þeim tíma hjálpaði hún einnig með að 3D teikna Bleiku slaufuna sem kom út október 2023.
Á þessum tíma var Lilja á krossgötum eftir að hafa orðið einstæð móðir, árið 2023 ákvað hún að fylgja draumunum sínum og opna sitt eigið fyrirtæki þegar dóttir hennar byrjaði í leikskóla.
Í dag eru flestir skartgripirnir smíðaðir, hannaðir og framleiddir á verkstæðinu í Reykjavík. Einnig hefur hún fengið hjálp við steypun frá dönsku fyrirtæki við að gera Hug My Ear eyrnalokkana, sem eru hannaðir og 3D teiknaðir af Lilju.
Markmið fyrirtækisins er að einbeita sér að staðbundinni framleiðslu og handverki, þar sem að fylgja nýjustu straumum er mikilvægt auk þess að bæta keim af norrænni/íslenskri náttúru inn í hönnunina.
Einnig er mikilvægt fyrir LBJ að sýna og kenna hvernig skartgripir eru búnir til, ásamt því að sýna heiðarleika.
Á þessum tíma var Lilja á krossgötum eftir að hafa orðið einstæð móðir, árið 2023 ákvað hún að fylgja draumunum sínum og opna sitt eigið fyrirtæki þegar dóttir hennar byrjaði í leikskóla.
Í dag eru flestir skartgripirnir smíðaðir, hannaðir og framleiddir á verkstæðinu í Reykjavík. Einnig hefur hún fengið hjálp við steypun frá dönsku fyrirtæki við að gera Hug My Ear eyrnalokkana, sem eru hannaðir og 3D teiknaðir af Lilju.
Markmið fyrirtækisins er að einbeita sér að staðbundinni framleiðslu og handverki, þar sem að fylgja nýjustu straumum er mikilvægt auk þess að bæta keim af norrænni/íslenskri náttúru inn í hönnunina.
Einnig er mikilvægt fyrir LBJ að sýna og kenna hvernig skartgripir eru búnir til, ásamt því að sýna heiðarleika.
Það er mikilvægt fyrir Lilju að taka það sem hún lærði úti í Kaupmannahöfn, þar sem skartgripageirinn er sterkur og mikil samstaða á milli fyrirtækja. Þar er einnig hvatt fyrirtæki að fara sýnar eigin leiðir og hafa sinn eiginn stíl hvort sem það er í ákveðni tækni eða hönnun. Markmið LBJ er að stækka við fyrirtækinu og búa til samfélag innan sem utan fyrirtækisins. Með námskeiðunum Mótaðu þitt eigið skart, sýnir Lilja hvernig flesti skartgripir eru búnir til með vaxmótunaraðferðinni. Aðferð sem er 6000 ára gömul, og er hægt að gera svo margt við.
Sjálfbærni er stór hluti af gildum LBJ og við viljum ekki offramleiða eða ofneyta. Við notum endurunnið silfur, umbúðirnar okkar eru endurunnar & hægt að flokka, og hluti skartgripanna er framleiddur eftir pöntun.
Lestu okkar "Brand Book" síðan 2022 til að fá meiri innsýn í vörumerkið:
