Skip to content

Umhirða á skartgripum

Hér á landi er algengt að silfur flekkist eða verði svart í íslenska heita vatninu, vegna brennisteinsins sem er í heita vatninu.
Hér eru nokkrir punktar sem við mælum með til að halda skartgripi þínum falleg til lengdar.
1. Haltu skartgripunum þínum frá vatni eða gufu. Það þýðir að ekki geyma skartgripina þína á baðherberginu þínu.
2. Hreinsaðu skartgripina þína með klút eftir að hafa notað skartið. Með hverri LBJ pöntun fylgir klútur sem þú getur nýtt. Krem og ilmvatn gæti breytt lit skartgripanna þinna. Þurrkaðu bara af skartgripunum og geymdu það á dimmum stað. Svo sem skartgripakassa. Líka nóg að geyma í lokuðum plastpoka og ofan í skúffu.
3. Ef skartgripirnir eru gullhúðaðir mun gullhúðunin alltaf losna af á endanum. En því betur sem þú hugsar um skartið því lengur endist það! En gylling á hringum, hálsmenum og armböndum fer fyrr af. Gylling á þeim gripum er með þykkari lagi hjá LBJ fyrir lengri nýtingu. Enn ef gyllingin er að hverfa getum við hreinsað skartgripina og gefið skartgripunum nýtt líf þar sem það verður að silfurskarti. Eða láttu gullhúða aftur, Lilja Björk Jewellery býður upp á gullhúðun gegn gjaldi. Við tökum við eldra 925 silfur skarti og LBJ skarti.
4. Ef þú átt 925 silfurskartgrip sem þarf hreinsun geturðu soðið 1 bolla af vatni og láta það kólna, en við mælum með að vatnið sé enn heitt. Fáðu þér gamlan tannbursta og hálfa teskeið af uppþvottasápu. Látið skartgripina liggja fyrst í vatninu í 15 mín. Ef þú ert með efnafræðilegar lausnir eða ensímhreinsiefni (stífluhreinsi) skaltu bæta við 1msk við blönduna. Taktu síðan burstann og hreinsaðu skartgripina. Eftir þetta ættu silfurskartgripirnir að vera hreinir. 
Önnur leið til þess að hreinsa silfurskartið er að setja álpappír í skál og láta glansandi hliðina snúa upp. Sjóða heitt vatn. Láta um 2 tsk af lyftidufti yfir álpappírinn, hella heita vatninu yfir sem nægir að hylja skartið og bæta aftur við 1-2 tsk af lyftidufti. Láta síðan skartið ligga þar í 30 mín. Eftir þetta ætti skartið að vera hreint, en einnig er hægt að nota tannbustuna aðferðina. 
5. Komdu með Lilja Björk Jewellery skartgripina þína til okkar og fáðu ókeypis þrif og pússun. Hægt að senda email á liljabjorkjewellery@lbj.is eða sendu okkur skilaboð á Instagram @liljabjorkjewellery

HALTU SKARTINU ÞÍNUM NÝJUM AРEILÍFU 🧡 

Umhirða bæklingur LBJ: