Skip to content

Heimanámskeið

Námskeið í heimahúsi:

Hægt er að halda námskeið í heimahúsi fyrir hóp þar sem Lilja kemur með námskeiðið til ykkar og sýnir hvernig hægt er að móta hring eða men með vaxmótun.
Verð er 30.000kr fyrir einstakling, eða 35.000kr með 18 karat gullhúðun. 10.000kr fyrir að taka þátt í námskeiði en ekki láta steypa gripinn. Ath meirihluti hópsins þarf að láta steypa í 925 silfur.
Fyrir fleiri upplýsingar hafa samband við info@lbj.is eða í síma 6937344 á virkum dögum.

Panta heimakitt með kennslumyndbandi:

Einnig er hægt að fá heimasett, þar sem allur búnaður er sóttur eða sendur og myndbandskennnsla fylgir með. Með þessu er hægt að taka sinn tíma og gera eins margar tilraunir að vild yfir nokkra daga. ATH öll verkfærin eru í láni og þarf að skila eftir að vaxmódelið er tilbúið.  Það er aðeins hægt að hafa heimakittið hjá sér í tvær vikur. En við skiljum ef þú ert útá landi, þá telst sá tími þegar heimakittið er komið á þína Droppstöð.
Hentar vel ef þú ert útá landi, þá er sent með Dropp. Athuga að það þarf viku fyrirvara ef þú ert útá landi að panta og að þú vilt fá kittið fyrir ákveðna dagsetningu. Fyrir fleiri upplýsingar hafa samband í tölvupósti info@lbj.is.

Eitt heimakitt er fyrir einn grip.