Skartgripanámskeið Mótaðu þitt eigið skart - (21.janúar’2025 kl. 19:30-22:00)
Á þessu námskeiði ert þú listamaðurinn þar sem þú mótar þinn eigin hring eða hálsmen með vaxi. Við fylgjum aðferð sem kallast "Lost Wax Casting" eða vaxmótum. Vaxið er ekki eins og venjulegt kertavax, heldur sérhannað fyrir vaxmótun. Aðferðin er þúsund alda gömul, í nútímavæddum búningi. Eftir námskeiðið tekur Lilja gripinn og býr til steypumót og hellir bræddu 925 silfri ofan í mótið. Steypuferlið tekur tvo daga, eftir það slípar Lilja gripinn og pússar upp. Við bjóðum einnig upp á að gullhúða gripinn með 18 karata gullhúðun. Gjald fyrir gullhúðun er 5000 kr.
Innifalið í námskeiðinu er 925 silfurskartgripur sem þú mótar með vaxaðferðinni. Allur búnaður er á staðnum. Þú munt læra og fá innsýn inn í hvernig skartgripir eru búnir til. Þetta getur líka verið einstakt tækifæri til að búa til skartgrip fyrir einhvern sem þér þykir vænt um. Hægt er til dæmis að stimpla fingrafarið sitt á gripinn. Námskeiðið er í tvær klukkustundir, staðsett hjá Flóð og Fjöru á Rauðarárstíg 1, 105 Reykjavík. Gripinn færðu afhentan 1-3 vikum eftir námskeiðið. Bæði hægt að sækja eða fá sent með Dropp gjaldlaust.
Athugið að í þessu námskeiði verða oftast til óreglulegir skartgripir með náttúrulegu formi. Ef þú vilt búa til stílhreinan hring eða hálsmen þá mæli ég ekki með þessu námskeiði. Afbókanir á námskeið þurfa að berast innan 48 tíma. Það getur komið fyrir að steypan misheppnist, ef það gerist færðu að velja á milli þess að taka aftur þátt í námskeiðinu eða fá heimakitt þar sem þú færð öll verkfæri og þinn tíma.
UM LILJU BJÖRK
Choose options
Featured product
Hægt er að sækja/fá sent útprentað eða við sendum það með tölvupósti. Gjafabréfið er sent eftir að við móttökum pöntunina.
Á þessu námskeiði ert þú listamaðurinn þar sem þú mótar þinn eigin hring eða hálsmen með vaxi. Við fylgjum aðferð sem kallast "Lost Wax Casting" eða vaxmótum. Vaxið er ekki eins og venjulegt kertavax, heldur sérhannað fyrir vaxmótun. Aðferðin er þúsund alda gömul, í nútímavæddum búningi. Eftir námskeiðið tekur Lilja gripinn og býr til steypumót og hellir bræddu 925 silfri ofan í mótið. Steypuferlið tekur tvo daga, eftir það slípar Lilja gripinn og pússar upp. Við bjóðum einnig upp á að gullhúða gripinn með 18 karata gullhúðun. Bóka þarf þá miðann“ Mótaðu þitt skart - silfur með 18 karata gullhúðun". Námskeiðið er það sama en ef þú ert óviss um hvort þú viljir gullhúðun er hægt að kaupa hana auka eftir að skartið er klárt. Gjald fyrir gullhúðun er 5000 kr.
Innifalið:
Í heimakittinu færðu allt sem þarf til þess að móta skart með vaxmótun. Einnig fylgir með kennslumyndband og leiðbendingar. Kosturinn við heimakittið er að þú getur tekið þinn tíma í að móta þitt skart og æft þig. Það er hægt að hafa líka samband við Lilju ef það vantar einhverja auka aðstoð eða spurningar.
ATH að öll verkfærin sem fylgja með eru aðeins í láni og þarf að skila tilbaka.
Pickup available at Shop location
Usually ready in 24 hours
Heimakitt gjafabréf
Shop location
Brekkubær 40
Í bílskúrnum
110 Reykjavík
Iceland
Námskeið