Skip to content

Skartgripanámskeið - Mótaðu þitt eigið skart (21.júní’25 15:30-18:00)

Sale price30.000 kr

  • Dagsetning: Laugardagur 21.júní 2025
  • Staðsetning: Baldursgata 36, 101 RVK
  • Lengd námskeiðs: 15:30-18:00 (sumir búnir fyrr eða geta verið til 19:00)
  • Verð: 30.000kr
  • Innifalið: Verkfæri og efniviður til að móta þitt fullkomna skart, drykkir & smá góðgæti. Einn silfur gripur (hringur, men eða eyrnalokkar) sem verður sendur með Dropp gjaldlaust eða sótt 3-8 vikum eftir námskeiðið.
  • Tungumál: Íslenska, Enska
  • Getustig: Byrjendur og lengra komna. 
  • Á hverju námskeiði komast 11 að.


Á þessu námskeiði ert þú listamaðurinn þar sem þú mótar þinn eigin hring eða hálsmen með vaxi. Við fylgjum aðferð sem kallast "Lost Wax Casting" eða vaxmótum. Vaxið er ekki eins og venjulegt kertavax, heldur sérhannað fyrir vaxmótun. Aðferðin er þúsund alda gömul, í nútímavæddum búningi. Eftir námskeiðið tekur Lilja gripinn og býr til steypumót og hellir bræddu 925 silfri ofan í mótið. Steypuferlið tekur tvo daga, eftir það slípar Lilja gripinn og pússar upp. Við bjóðum einnig upp á að gullhúða gripinn með 18 karata gullhúðun. Gjald fyrir gullhúðun er 5000 kr.

Innifalið í námskeiðinu er 925 silfurskartgripur sem þú mótar með vaxaðferðinni. Allur búnaður er á staðnum. Þú munt læra og fá innsýn inn í hvernig skartgripir eru búnir til. Þetta getur líka verið einstakt tækifæri til að búa til skartgrip fyrir einhvern sem þér þykir vænt um. Hægt er til dæmis að stimpla fingrafarið sitt á gripinn. Námskeiðið er í tvær klukkustundir, staðsett á Baldursgötu 36, 101 RVK í verslun Lilju Björk Jewellery. Gripinn færðu afhendan 3-8 vikum eftir námskeiðið. Bæði hægt að sækja eða fá sent með Dropp gjaldlaust.

Athugið að í þessu námskeiði verða oftast til óreglulegir skartgripir með náttúrulegu formi. Ef þú vilt búa til stílhreinan hring eða hálsmen þá mæli ég ekki með þessu námskeiði. Afbókanir á námskeið þurfa að berast innan 48 tíma. Það getur komið fyrir að steypan misheppnist, ef það gerist færðu að velja á milli þess að taka aftur þátt í námskeiðinu eða fá heimakitt þar sem þú færð öll verkfæri og þinn tíma.

UM LILJU BJÖRK 

Ticket Type:
Skartgripanámskeið - Mótaðu þitt eigið skart (21.júní’25 15:30-18:00)
Skartgripanámskeið - Mótaðu þitt eigið skart (21.júní’25 15:30-18:00) Sale price30.000 kr